Límtrésbitar úr íslensku timbri Eiríkur Þorsteinsson og Jón Sigurjónsson skrifa 9. maí 2020 08:00 Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt. Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni. Prófanir á ösp við Rb á Nýsköpunarmiðstöð.Hjörleifur Jónsson Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni. Ösp, lerki, fura og greni Fjórar trjátegundir voru notaðar í verkefninu, alaskaösp (populus trichocarpa), rússalerki (larix sukaczewii), stafafura (pinus contorta) og sitkagreni (picea sitchensis). Þessar tegundir voru valdar því þær, ásamt birki (betula pubescens), eru algengastar í íslenskri skógrækt. Tegundirnar fjórar hæfa einnig best fyrir timburframleiðslu á Íslandi. Öll trén sem felld voru fyrir verkefnið voru fengin í Þjórsárdal í skógum Skógræktarinnar, fyrir utan alaskaösp sem kom frá Tumastöðum í Fljótshlíð, einnig úr landi Skógræktarinnar. Hjörleifur Jónsson Til að fá sem raunhæfastan samanburð milli bita úr hefðbundinni límtrésframleiðslu og bita framleiddum úr íslenskum viði voru hafðir sem viðmið límtrésbitar sem límdir voru úr hefðbundnu efni, þ.e. límtrésfjalir úr rauðgreni frá Svíþjóð. Viður brotinn með vökvatjakki Prófunin var framkvæmd þannig að einfalt studdir bitarnir voru fergðir til brots með vökvatjakki með tveimur punktálögum í þriðjungspunktum bitans. Skráður var kraftur hvers álagsþreps og niðurbeygja á miðjum bitanum mæld, lokakraftur við brot skráður og myndir teknar af brotmynstri auk sýnatöku fyrir rúmþyngdar- og rakainnihaldsákvarðanir. Hjörleifur Jónsson Fyrstu niðurstöður útreikninga gefa til kynna að beygjutogþol límtrésbitanna vaxi eftir timburgerð frá furu til grenis, lerkis og aspar en sé mest hjá sænska rauðgreninu. Sérstaka athygli vakti hvað íslenska öspin kom vel út í samanburðarmælingum límtrésbitanna á beygjutogþoli. Til að draga megi afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum þarf að gera umfangsmeiri prófanir með umtalsvert fleiri sýnum. Höfundar gegndu starfi yfirverkfræðings og verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina og Límtré Vírnet. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt. Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni. Prófanir á ösp við Rb á Nýsköpunarmiðstöð.Hjörleifur Jónsson Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni. Ösp, lerki, fura og greni Fjórar trjátegundir voru notaðar í verkefninu, alaskaösp (populus trichocarpa), rússalerki (larix sukaczewii), stafafura (pinus contorta) og sitkagreni (picea sitchensis). Þessar tegundir voru valdar því þær, ásamt birki (betula pubescens), eru algengastar í íslenskri skógrækt. Tegundirnar fjórar hæfa einnig best fyrir timburframleiðslu á Íslandi. Öll trén sem felld voru fyrir verkefnið voru fengin í Þjórsárdal í skógum Skógræktarinnar, fyrir utan alaskaösp sem kom frá Tumastöðum í Fljótshlíð, einnig úr landi Skógræktarinnar. Hjörleifur Jónsson Til að fá sem raunhæfastan samanburð milli bita úr hefðbundinni límtrésframleiðslu og bita framleiddum úr íslenskum viði voru hafðir sem viðmið límtrésbitar sem límdir voru úr hefðbundnu efni, þ.e. límtrésfjalir úr rauðgreni frá Svíþjóð. Viður brotinn með vökvatjakki Prófunin var framkvæmd þannig að einfalt studdir bitarnir voru fergðir til brots með vökvatjakki með tveimur punktálögum í þriðjungspunktum bitans. Skráður var kraftur hvers álagsþreps og niðurbeygja á miðjum bitanum mæld, lokakraftur við brot skráður og myndir teknar af brotmynstri auk sýnatöku fyrir rúmþyngdar- og rakainnihaldsákvarðanir. Hjörleifur Jónsson Fyrstu niðurstöður útreikninga gefa til kynna að beygjutogþol límtrésbitanna vaxi eftir timburgerð frá furu til grenis, lerkis og aspar en sé mest hjá sænska rauðgreninu. Sérstaka athygli vakti hvað íslenska öspin kom vel út í samanburðarmælingum límtrésbitanna á beygjutogþoli. Til að draga megi afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum þarf að gera umfangsmeiri prófanir með umtalsvert fleiri sýnum. Höfundar gegndu starfi yfirverkfræðings og verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina og Límtré Vírnet. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun