Johan Cruyff varnarmannanna er sextugur í dag og fékk kveðju frá öllum hetjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 17:00 Franco Baresi lyftir bikarnum eftir að AC Milan vann Evrópukeppni meistaraliða á Nývangi 24. maí 1989. Getty/Alessandro Sabattini Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube Ítalski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube
Ítalski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira