Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 21:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira