Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn í baráttu við Thomas Mikkelsen sumarið 2018. vísir/bára Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira