Tengja dauðsfall fimm ára drengs við nýja barnasjúkdóminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 13:30 Mario Cuomo ríkisstjóri New York fór yfir stöðu mála á upplýsingafundi í gær. AP/Darren McGee Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira