Flestir starfsmenn Facebook og Google vinna heima til 2021 Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:59 Google gerir ráð fyrir því að opna skrifstofur sínar í júní. Vísir/Getty Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið. Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið.
Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira