Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2020 22:30 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira