Berenice Barrios hefur verið ráðin til Advania til að stýra nýju sviði sem annast sölu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Þar segir að Berenice hafi starfað við sölu og ráðgjöf á Microsoft-vörum undanfarinn áratug og hafi á þeim tíma sex sinnum unnið til verðlauna frá Microsoft.
„Hún er fædd og uppalin í Mexíkó þar sem hún lauk BA-gráðu í markaðsfræði og öðlaðist fjölbreytta reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hún flutti til Íslands fyrir sex árum síðan og hefur starfað hjá Origo undanfarin fimm ár, síðast sem vörustjóri Microsoft-lausna. Þar á undan vann hún hjá Groupo Scanda í Mexíkó-borg við leyfismál, innleiðingu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum,“ segir í tilkynningunni.