Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 16:47 Mynd sem fylgir skýrslu um hvernig fyrsti þjóðvegur Grænlands muni líta út, þegar búið verður að byggja hann upp sem bílveg í sex metra breidd. Sveitarfélagið Qeqqata býður vegagerðina út. Mynd/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænland Norðurslóðir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn
Grænland Norðurslóðir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira