Fyrstu CrossFit heimsleikarnir voru ekki góð upplifun fyrir Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum sínum árið 2012. Hún gerði vel í að komast þangað en það gekk allt á afturfótunum hjá henni á heimsleikunum sjálfum. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira