Nýliðinn er númer eitt og tvö í sölu NFL-treyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 14:00 Tua Tagovailoa endaði háskólaferil sinn hjá Alabama á hækjum en var samt valinn númer fimm í nýliðavalinu og fær milljarðasamning hjá Miami Dolphins. Getty/ Joe Robbins Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel. NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel.
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira