Nýliðinn er númer eitt og tvö í sölu NFL-treyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 14:00 Tua Tagovailoa endaði háskólaferil sinn hjá Alabama á hækjum en var samt valinn númer fimm í nýliðavalinu og fær milljarðasamning hjá Miami Dolphins. Getty/ Joe Robbins Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel. NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel.
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sjá meira