Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:00 L fyrir Lyon? Sara Björk Gunnarsdóttir er alla vega búin að vera í sambandi við stórveldið. VÍSIR/GETTY Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15