Svörtustu spár þegar að raungerast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Arnar Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira