Dýraverndunarsinni fordæmir hegðun Depays Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 12:45 Memphis Depay birti þessa mynd af sér með dýrinu. Instagram/@memphisdepay Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira