Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:10 Kveikt hefur veirð í símamöstrum sem þessu og eru þau sögð valda veikindum. EPA/SASCHA STEINBACH Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020 Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020
Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira