Lést af völdum kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2020 14:08 Ágústa Ragnhildur lætur eftir sig eiginmann, fjögur börn, barnabörn og langömmubörn. Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14