Ölli einn sá erfiðasti sem Jón mætti - Hefði getað farið lengst okkar allra Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 22:00 Vinirnir Logi Gunnarsson (t.v) og Örlygur Aron Sturluson (t.h.) eftir að Njarðvík varð Íslandsmeistari árið 1998. Jón Arnór Stefánsson valdi þá sem tvo af allra erfiðustu mótherjum sínum. Mynd/Halldór Rósmundur Jón Arnór Stefánsson segir að mögulega hefði Örlygur Aron Sturluson getað náð lengst allra íslenskra körfuboltamanna, hefði honum enst aldur til. Jón lýsti því í Sportinu í kvöld í liðinni viku hverjir hefðu verið hans erfiðustu mótherjar á ferlinum. Jón nefndi Hlyn Bæringsson og Brenton Birmingham, sem og Loga Gunnarsson sem hann sagðist hafa kviðið því að mæta þegar þeir voru yngri. Liðsfélagi Loga í Njarðvík, Ölli, var Jóni ekki síður erfiður þegar þeir mættust í yngri flokkum: „Þetta er hinn drengurinn sem ég kveið svolítið fyrir því að spila á móti. Ég dekkaði hann og hann dekkaði mig, og þarna var ég að spila upp fyrir mig. Hann poppaði strax upp í hugann núna, því mig langaði að fara alveg aftur í minniboltann, þegar ég var að byrja í þessu. Hann var svo mörgum hæðum fyrir ofan okkur hina, og virtist eiga svo auðvelt með þetta,“ sagði Jón við Rikka G. „Hann var svo ofboðslega yfirvegaður á vellinum, ofboðslega þroskaður bæði líkamlega og hvernig hann spilaði. Ölli var rosalega erfiður í yngri flokkunum, og það var synd að fá ekki að keppa á móti honum í seinni tíð. Hann varð að vera á þessum lista,“ sagði jón, en Ölli lést í byrjun ársins 2000. Jón er ekki í vafa um að hann hefði getað náð langt í körfuboltanum: „Hann hefði farið mjög langt. Hann hefði verið að spila í toppdeild í Evrópu hefðu spilin fallið þannig, og hefði mögulega getað farið lengst af okkur öllum. Ég held að það séu flestir sammála mér í því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ölli einn erfiðasti mótherji Jóns Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í kvöld Tengdar fréttir Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00 Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að mögulega hefði Örlygur Aron Sturluson getað náð lengst allra íslenskra körfuboltamanna, hefði honum enst aldur til. Jón lýsti því í Sportinu í kvöld í liðinni viku hverjir hefðu verið hans erfiðustu mótherjar á ferlinum. Jón nefndi Hlyn Bæringsson og Brenton Birmingham, sem og Loga Gunnarsson sem hann sagðist hafa kviðið því að mæta þegar þeir voru yngri. Liðsfélagi Loga í Njarðvík, Ölli, var Jóni ekki síður erfiður þegar þeir mættust í yngri flokkum: „Þetta er hinn drengurinn sem ég kveið svolítið fyrir því að spila á móti. Ég dekkaði hann og hann dekkaði mig, og þarna var ég að spila upp fyrir mig. Hann poppaði strax upp í hugann núna, því mig langaði að fara alveg aftur í minniboltann, þegar ég var að byrja í þessu. Hann var svo mörgum hæðum fyrir ofan okkur hina, og virtist eiga svo auðvelt með þetta,“ sagði Jón við Rikka G. „Hann var svo ofboðslega yfirvegaður á vellinum, ofboðslega þroskaður bæði líkamlega og hvernig hann spilaði. Ölli var rosalega erfiður í yngri flokkunum, og það var synd að fá ekki að keppa á móti honum í seinni tíð. Hann varð að vera á þessum lista,“ sagði jón, en Ölli lést í byrjun ársins 2000. Jón er ekki í vafa um að hann hefði getað náð langt í körfuboltanum: „Hann hefði farið mjög langt. Hann hefði verið að spila í toppdeild í Evrópu hefðu spilin fallið þannig, og hefði mögulega getað farið lengst af okkur öllum. Ég held að það séu flestir sammála mér í því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ölli einn erfiðasti mótherji Jóns Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í kvöld Tengdar fréttir Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00 Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00
Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00
Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00