Flugu tilraunaþotu til Kína til að sækja andlitsgrímur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 17:00 A350-1000 tilraunaþota Airbus affermd í Toulouse í dag eftir komuna frá Kína. Farmurinn var fjórar milljónir af andlitsgrímum. Mynd/Airbus. Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Þeim verður síðan dreift áfram til Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar. Flugið er liður í því verkefni Airbus að kaupa hjálparvörur í Kína og gefa þær svo áfram til stjórnvalda í heimalöndum Airbus í Evrópu. Þetta er þriðja flug fyrirtækisins í þessu skyni frá því í mars. Þotan lagði upp frá Frakklandi á föstudag og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær þar sem andlitsgrímurnar voru settur um borð. Tilraunaþotan á flugvellinum í Tianjin í Kína þar sem verið er að setja farminn um borð.Mynd/Airbus. Það sem er óvenjulegt við þessa síðustu ferð er að tilraunaflugmenn Airbus flugu tilraunaþotu af gerðinni Airbus A350-1000 til að sækja farminn til Kína, eintak sem til þessa hefur eingöngu verið notað í reynsluflugi. A350-1000 er ein nýjasta breiðþota Airbus og var fyrst tekin í notkun fyrir tveimur árum. Airbus hefur einnig brugðist við faraldrinum með því nýta tækniþekkingu sína og starfsfólk í ný verkefni tengd heimsfaraldrinum, svo sem við hönnun og framleiðslu á öndunarvélum og með því að þrívíddarprenta sérstaka andlitshjálma, sem eru mikilvægir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Starfsmenn Airbus eru farnir að framleiða andlitshjálma fyrir starfsfólk sjúkrahúsa til að verjast smiti.Mynd/Airbus. Til að flytja vörurnar innan Evrópu hefur Airbus notað eigin flugmenn og flugvélar, þar á meðal eina af hinum stórfurðulegu Beluga-vélum, sem fyrirtækið smíðaði sérstaklega til að flytja vængi og skrokkhluta vegna eigin flugvélasmíði. Beluga-vél, sem venjulega flytur flugvélaskrokka innan Evrópu, er farin að ferja hjálpartæki gegn heimsfaraldrinum.Mynd/Airbus. Ennfremur herflutningavél af gerðinni A400M, en hermenn og herbílar hafa svo flutt vörurnar síðasta áfangann til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva, eins og sjá má hér á þessu myndbandi frá Airbus: Fréttir af flugi Airbus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Kína Spánn Tengdar fréttir Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57 Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Þeim verður síðan dreift áfram til Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar. Flugið er liður í því verkefni Airbus að kaupa hjálparvörur í Kína og gefa þær svo áfram til stjórnvalda í heimalöndum Airbus í Evrópu. Þetta er þriðja flug fyrirtækisins í þessu skyni frá því í mars. Þotan lagði upp frá Frakklandi á föstudag og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær þar sem andlitsgrímurnar voru settur um borð. Tilraunaþotan á flugvellinum í Tianjin í Kína þar sem verið er að setja farminn um borð.Mynd/Airbus. Það sem er óvenjulegt við þessa síðustu ferð er að tilraunaflugmenn Airbus flugu tilraunaþotu af gerðinni Airbus A350-1000 til að sækja farminn til Kína, eintak sem til þessa hefur eingöngu verið notað í reynsluflugi. A350-1000 er ein nýjasta breiðþota Airbus og var fyrst tekin í notkun fyrir tveimur árum. Airbus hefur einnig brugðist við faraldrinum með því nýta tækniþekkingu sína og starfsfólk í ný verkefni tengd heimsfaraldrinum, svo sem við hönnun og framleiðslu á öndunarvélum og með því að þrívíddarprenta sérstaka andlitshjálma, sem eru mikilvægir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Starfsmenn Airbus eru farnir að framleiða andlitshjálma fyrir starfsfólk sjúkrahúsa til að verjast smiti.Mynd/Airbus. Til að flytja vörurnar innan Evrópu hefur Airbus notað eigin flugmenn og flugvélar, þar á meðal eina af hinum stórfurðulegu Beluga-vélum, sem fyrirtækið smíðaði sérstaklega til að flytja vængi og skrokkhluta vegna eigin flugvélasmíði. Beluga-vél, sem venjulega flytur flugvélaskrokka innan Evrópu, er farin að ferja hjálpartæki gegn heimsfaraldrinum.Mynd/Airbus. Ennfremur herflutningavél af gerðinni A400M, en hermenn og herbílar hafa svo flutt vörurnar síðasta áfangann til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva, eins og sjá má hér á þessu myndbandi frá Airbus:
Fréttir af flugi Airbus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Kína Spánn Tengdar fréttir Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57 Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57
Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28