Kapallinn að ganga upp í Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 14:00 Carlos Sainz (til hægri) er á leið frá McLaren til Ferrari. Sæti hans hjá McLaren tekur Daniel Ricciardo (til vinstri). Þeir voru áður samherjar hjá Red Bull. getty/Mark Thompson Carlos Sainz tekur sæti Sebastians Vettel hjá Ferrari eftir þetta tímabilið í Formúlu 1. Sainz, sem er 25 ára Spánverji, yfirgefur McLaren eftir tímabilið og verður samherji Charles Leclerc hjá Ferrari. Fyrr í vikunni var greint frá því að Vettel myndi yfirgefa Ferrari þegar samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið. Til að fylla skarðið sem Sainz skilur eftir sig fær McLaren Ástralann Daniel Ricciardo frá Renault. Ricciardo gekk í raðir Renault frá Red Bull fyrir síðasta tímabil. Hjá McLaren verður Ricciardo samherji Bretans Landos Norris. Á síðasta tímabili varð Ferrari í 2. sæti í keppni bílasmiða en McLaren í því fjórða. Í keppni ökuþóra endaði Sainz í 6. sæti en Ricciardo í því níunda. Ricciardo komst aldrei á verðlaunapall á síðasta tímabili en besti árangur Sainz var 3. sætið í brasilíska kappakstrinum. Tímabilið 2020 í Formúlu 1 átti að hefjast í mars en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn og keppni er ekki enn hafin. Tímabilið hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Formúla Tengdar fréttir Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Carlos Sainz tekur sæti Sebastians Vettel hjá Ferrari eftir þetta tímabilið í Formúlu 1. Sainz, sem er 25 ára Spánverji, yfirgefur McLaren eftir tímabilið og verður samherji Charles Leclerc hjá Ferrari. Fyrr í vikunni var greint frá því að Vettel myndi yfirgefa Ferrari þegar samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið. Til að fylla skarðið sem Sainz skilur eftir sig fær McLaren Ástralann Daniel Ricciardo frá Renault. Ricciardo gekk í raðir Renault frá Red Bull fyrir síðasta tímabil. Hjá McLaren verður Ricciardo samherji Bretans Landos Norris. Á síðasta tímabili varð Ferrari í 2. sæti í keppni bílasmiða en McLaren í því fjórða. Í keppni ökuþóra endaði Sainz í 6. sæti en Ricciardo í því níunda. Ricciardo komst aldrei á verðlaunapall á síðasta tímabili en besti árangur Sainz var 3. sætið í brasilíska kappakstrinum. Tímabilið 2020 í Formúlu 1 átti að hefjast í mars en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn og keppni er ekki enn hafin. Tímabilið hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í júlí.
Formúla Tengdar fréttir Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00