Umhugsunarefni hversu langt sum Evrópuríki ganga Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 22:43 Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni í dag. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40