Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Heimsljós 14. maí 2020 12:19 UNICEF/Sukhum Preechapanic Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Samtökin birtu í dag ákall til þjóða heims um að grípa til metnaðarfullra leiða til að takast á við sjúkdóma af sálrænum toga, meðal annars í ljósi hættunnar á því að sjálfsvígum fjölgi og fíkniefnaneysla færist í aukana. Í aðdraganda Alþjóðaheilbrigðisþingsins sem haldið verður með fjarfundabúnaði í næstu viku hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðsamfélagið til að gera miklu betur til að vernda þá sem standa frammi fyrir andlegu álagi. Guterres kynnti í morgun yfirlýsingu samtakanna um nauðsyn aðgerða í þágu geðheilbrigðismála. Hann sagði að þeir þjóðfélagshópar sem væru í mestri hættu nú á tímum væru heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni, unglingar og ungt fólk, þeir sem hafi áður átt í geðheilbrigðisvanda og þeir sem búi við átök og kreppur. „Við verður að styðja þessa einstaklinga og standa með þeim,“ sagði Guterres. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) tekur undir orð hans og segir reynsluna af fyrri efnhagskreppum vera þá að fólki með geðrænan vanda hafi fjölgað og sjálfsvígum sömuleiðis, vegna andlegrar heilsu þeirra og vímuefna. Þunglyndi hrjáir um 264 milljónir manna í heiminum og Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra andlegra sjúkdóma hefjist eftir fjórtán ára aldur. Í meðfylgjandi myndbandi lýsir António Guterres meðal annars persónulegri reynslu fjölskyldu sinnar af þunglyndi og kvíða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Geðheilbrigði Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Samtökin birtu í dag ákall til þjóða heims um að grípa til metnaðarfullra leiða til að takast á við sjúkdóma af sálrænum toga, meðal annars í ljósi hættunnar á því að sjálfsvígum fjölgi og fíkniefnaneysla færist í aukana. Í aðdraganda Alþjóðaheilbrigðisþingsins sem haldið verður með fjarfundabúnaði í næstu viku hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðsamfélagið til að gera miklu betur til að vernda þá sem standa frammi fyrir andlegu álagi. Guterres kynnti í morgun yfirlýsingu samtakanna um nauðsyn aðgerða í þágu geðheilbrigðismála. Hann sagði að þeir þjóðfélagshópar sem væru í mestri hættu nú á tímum væru heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni, unglingar og ungt fólk, þeir sem hafi áður átt í geðheilbrigðisvanda og þeir sem búi við átök og kreppur. „Við verður að styðja þessa einstaklinga og standa með þeim,“ sagði Guterres. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) tekur undir orð hans og segir reynsluna af fyrri efnhagskreppum vera þá að fólki með geðrænan vanda hafi fjölgað og sjálfsvígum sömuleiðis, vegna andlegrar heilsu þeirra og vímuefna. Þunglyndi hrjáir um 264 milljónir manna í heiminum og Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra andlegra sjúkdóma hefjist eftir fjórtán ára aldur. Í meðfylgjandi myndbandi lýsir António Guterres meðal annars persónulegri reynslu fjölskyldu sinnar af þunglyndi og kvíða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Geðheilbrigði Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent