Þurfi að sannfæra flokkinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2026 13:00 Pétur Marteinsson ætlar í oddvitaslag Samfylkingar fyrir næstu kosningar á móti Heiðu B. Hilmisdóttur borgarstjóra. Vísir Allt stefnir í harðan oddvitalag hjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki að mati stjórnmálafræðings fyrir komandi kosningar. Ef Pétur Marteinsson sigri verði Samfylkingin meira til hægri. Líklegt sé að Guðlaugur Þór Þórðarsson fari fram. Framboð Viðreisnar og Miðflokksins séu enn óskrifað blað Pétur Marteinsson veitingamaður tilkynnti í gær að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí og býður sig þar með fram á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Prófkjör flokksins fer fram 24. janúar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í mikinn oddvitaslag hjá Samfylkingu. Eiríkur Bergmann segir stefna í mikinn oddvitaslag í Samfylkingu.Vísir/Anton Brink Ára Péturs lengra til hægri „Pétur Marteinsson er vel kynntur en hann hefur verið talinn nær Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingu fram að þessu. Hans verkefni nú er að stórum hluta að sannfæra kjósendur Samfylkingar um að hann sé raunverulega félagshyggjumegin,“ segir Eiríkur. Helsta áskorun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra verði að kynna sig betur fyrir borgarbúum. „Eins og kom fram í áramótaskaupinu held ég að borgarbúar þekki ekki nógu vel til hennar. Styrkleiki hennar er innra starf hennar í Samfylkingunni gegnum árin. Það er aftur akkilesarhæll Péturs Marteinssonar að kynna sig fyrir þessum kjósendahópi í prófkjörinu. Ef hann sigrar í oddvitabarátttunni þá fær flokkurinn þá áru að vera lengra til hægri en hann er verði hann undir forystu Heiðu Bjargar,“ segir Eiríkur. Viðreisn og Miðflokkur óskrifuð blöð Enn á eftir að kynna nýjan oddvita hjá Viðreisn. Þau Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hafa þegar gefið kost á sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og aðstoðarkona borgarstjóra, einnig taka slaginn. „Viðreisn er svolítið óskrifað blað að einhverju leyti,“ segir Eiríkur. Það sama gildi um Miðflokkinn sem er ekki með borgarfulltrúa og enginn hefur tilkynnt um oddvitaframboð. „Þar hafa einhver tiltekin nöfn ekki verið mikið á sveimi. Þar er framboðið líka svolítið óskrifað blað í Reykjavík,“ segir Eiríkur. Væri gott fyrir Framsókn að fá góðan félaga Einar Þorsteinsson hefur gefið út að hann ætli að halda oddvitasætinu hjá Framsókn í borginni en fylgi flokksins hefur verið á hraðri niðurleið samkvæmt skoðanakönnunum. „Einar Þorsteinsson vann stórsigur í borginni í síðustu kosningum og langt umfram það sem Framsóknarmenn hefðu getað vænst. Líklega væri heppilegra fyrir Einar nú að fá góðan samstarfsfélaga í forustuna með sér,“ segir Einar, Nýtt framboð eða Vor til vinstri með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur hefur verið tilkynnt. Það sé sameiningarvettvangur vinstri flokka eins og Sósíalista, Vinstri grænna og Pírata. Eiríkur segir næstu skref þar velta á hvernig önnur framboð raðast upp. Hann býst við að Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins bjóði sig fram í oddvitasætið í Reykjavík á móti núverandi oddvita Hildi Björnsdóttur. „Hann hefur sent þau skilaboð mjög skýrt út að hann sé að meta stöðu sína hvað framboð varðar. Ef það gerist fáum við aftur mjög harðan oddvitaslag,“ segir Eiríkur. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Pétur Marteinsson veitingamaður tilkynnti í gær að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí og býður sig þar með fram á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Prófkjör flokksins fer fram 24. janúar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í mikinn oddvitaslag hjá Samfylkingu. Eiríkur Bergmann segir stefna í mikinn oddvitaslag í Samfylkingu.Vísir/Anton Brink Ára Péturs lengra til hægri „Pétur Marteinsson er vel kynntur en hann hefur verið talinn nær Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingu fram að þessu. Hans verkefni nú er að stórum hluta að sannfæra kjósendur Samfylkingar um að hann sé raunverulega félagshyggjumegin,“ segir Eiríkur. Helsta áskorun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra verði að kynna sig betur fyrir borgarbúum. „Eins og kom fram í áramótaskaupinu held ég að borgarbúar þekki ekki nógu vel til hennar. Styrkleiki hennar er innra starf hennar í Samfylkingunni gegnum árin. Það er aftur akkilesarhæll Péturs Marteinssonar að kynna sig fyrir þessum kjósendahópi í prófkjörinu. Ef hann sigrar í oddvitabarátttunni þá fær flokkurinn þá áru að vera lengra til hægri en hann er verði hann undir forystu Heiðu Bjargar,“ segir Eiríkur. Viðreisn og Miðflokkur óskrifuð blöð Enn á eftir að kynna nýjan oddvita hjá Viðreisn. Þau Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hafa þegar gefið kost á sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og aðstoðarkona borgarstjóra, einnig taka slaginn. „Viðreisn er svolítið óskrifað blað að einhverju leyti,“ segir Eiríkur. Það sama gildi um Miðflokkinn sem er ekki með borgarfulltrúa og enginn hefur tilkynnt um oddvitaframboð. „Þar hafa einhver tiltekin nöfn ekki verið mikið á sveimi. Þar er framboðið líka svolítið óskrifað blað í Reykjavík,“ segir Eiríkur. Væri gott fyrir Framsókn að fá góðan félaga Einar Þorsteinsson hefur gefið út að hann ætli að halda oddvitasætinu hjá Framsókn í borginni en fylgi flokksins hefur verið á hraðri niðurleið samkvæmt skoðanakönnunum. „Einar Þorsteinsson vann stórsigur í borginni í síðustu kosningum og langt umfram það sem Framsóknarmenn hefðu getað vænst. Líklega væri heppilegra fyrir Einar nú að fá góðan samstarfsfélaga í forustuna með sér,“ segir Einar, Nýtt framboð eða Vor til vinstri með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur hefur verið tilkynnt. Það sé sameiningarvettvangur vinstri flokka eins og Sósíalista, Vinstri grænna og Pírata. Eiríkur segir næstu skref þar velta á hvernig önnur framboð raðast upp. Hann býst við að Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins bjóði sig fram í oddvitasætið í Reykjavík á móti núverandi oddvita Hildi Björnsdóttur. „Hann hefur sent þau skilaboð mjög skýrt út að hann sé að meta stöðu sína hvað framboð varðar. Ef það gerist fáum við aftur mjög harðan oddvitaslag,“ segir Eiríkur.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira