Fréttir á tímum veirunnar Hjálmar Jónsson skrifar 6. apríl 2020 18:00 Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálmar Jónsson Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun