Hugsar sig um hvort að þetta sé rétt en segist þurfa að hlýða Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 18:30 Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira