Lamdi konuna sína úti á götu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 11:30 Útkall lögreglunnar í gærkvöldi vegna gruns um heimilisofbeldi var fyrir vestan Tjörnina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira
Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira