KLP skilur eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu Haukur Örn Birgisson skrifar 7. apríl 2020 13:57 Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri, blaðamaður og kylfingur lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfuninni -klp-. Kjartan kynntist golfíþróttinni árið 1969 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn á Nesvellinum. Á þeim tíma var golfíþróttinni ekki áberandi á síðum dagblaða en Kjartan var þá blaðamaður á Tímanum. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur. Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og á árunum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Kjartan Lárus Pálsson var jafnan kallaður KLP en sú var skammstöfun hans, merking undir fréttum sem hann skrifaði. Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” sagði Kjartan í viðtali við Golf á Íslandi í október 2014. Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Golf Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri, blaðamaður og kylfingur lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfuninni -klp-. Kjartan kynntist golfíþróttinni árið 1969 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn á Nesvellinum. Á þeim tíma var golfíþróttinni ekki áberandi á síðum dagblaða en Kjartan var þá blaðamaður á Tímanum. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur. Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og á árunum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Kjartan Lárus Pálsson var jafnan kallaður KLP en sú var skammstöfun hans, merking undir fréttum sem hann skrifaði. Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” sagði Kjartan í viðtali við Golf á Íslandi í október 2014. Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun