Hvetur Íslendinga til að fara að tilmælum þríeykisins Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 18:22 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Bítisins á dögunum. Vísir/Vilhelm Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45
Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44