Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:09 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.
Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira