Leikmenn Liverpool eru enn í miklu sambandi þrátt fyrir að þeir séu ekki lengur að hittast á æfingum vegna samkomubannsins.
Liverpool þarf meira á jákvæðum fréttum að halda eftir erfiða síðustu daga þar sem félagið sem syngur „You'll Never Walk Alone“ saman hefur mátt þola mikla gagnrýni.
Liverpool ákvað því að setja stjörnur sínar aftur í sviðsljósið með því að gefa stuðningsmönnum sínum innsýn í samskipti leikmanna Liverpool í samkomubanni.
Hér fyrir neðan má sjá leikmenn Liverpool hittast á þessum risastóra netfundi.
Leikmennirnir eru duglegir að skjóta á hvern annan eins og menn þekkja úr búningsklefum allra liða og þarna má líka sjá og heyra í knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.
Sadio Mané fær aðeins að finna fyrir því og það verður ekki hjá því komist en að lesa það út úr þessum að sumum leikmönnum Liverpool liðsins finnst hann líklegur til að svindla á æfingaplaninu.
Þetta eru mennirnir sem færðu liðinu 25 stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en geta samt ekki enn fagnað fyrsta enska meistaratitli þessa hóps og fyrsta Englandsmeistaratitli félagsins í þrjátíu ár.
Þetta er mjög skemmtilegt myndband og sýnir líka hversu góður andi er í Liverpool liðinu sem á örugglega mikinn þátt í góðu gengi liðsins síðustu mánuði.
Something to put a smile on your face
— Liverpool FC (at ) (@LFC) April 8, 2020
We check in with the Reds before another online squad yoga session - big smiles, togetherness and a special birthday singalong.
At times like these, it's important to keep active together and stay in touch with family and friends. pic.twitter.com/6xtJMGyuA3