Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 22:00 Birgir Jónasson er gjaldkeri KÞÍ. Það er nóg að gera hjá þeim þessa daganna. mynd/s2s Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira