Róbert Daði fyrstur inn í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 16:00 Róbert Daði var fyrstur allra inn í undanúrslit. Vísir/KSÍ Á miðvikudag hófust 16-liða úrslit í eFótbolta og var Róbert Daði Sigurþórsson fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Frá þessu var greint á vef KSÍ. Róbert Daði vann Aron Þormar Lárusson, liðsfélaga sinn hjá Fylki þar sem Róbert tryggði sig áfram með marki í uppbótartíma. Síðar í dag kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Það var dramatík í gær þegar Róbert Daði Sigurþórsson tryggði sér fyrsta lausa sætið í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta!Fylgist með í kvöld á https://t.co/p3Qfo6Zrkv frá kl. 19:00 þegar kemur í ljós hvaða þrír fylgja honum í undanúrslitin!#eFótbolti pic.twitter.com/29T8yX4GBV— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2020 Fyrstur til að vinna fimm leiki fer í undanúrslit og næstu tveir sem ná sex sigrum vinna sér einngi inn sæti í undanúrslitum mótsins. Mótið heldur áfram í beinni útsendingu á Twitch-síðu KSÍ klukkan 18:30. Bjarki Már Sigurðsson mætir Aroni Þormari, en báðir leika með Fylki. Bjarki Már er ekki samningsbundinn Fylki þó hann leiki með þeim í mótinu. Jóhann Ólafur Jóhannsson, FH, mætir Ásgeiri Karlssyni, leikmanni Fylkis. Sex leikmenn hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og hefja þeir daginn á því að leika innbyrðis. Því er ljóst að þrír af þeim verða dottnir úr leik eftir fyrsta leik dagsins. Þeir sem mætast eru: Alexander Aron Hannesson, Keflavík gegn Agnari Þorlákssyni, KR. Tindur Örvar Örvarsson, Elliða, gegn Skúla Arnarsyni, Gróttu. Leifur Sævarsson, LFG, gegn Heiðari Ægissyni, LFG. Liðsmenn LFG hafa staðið sig vel á mótinu, en þurfa nú að mæta hvor öðrum í baráttu um að halda lífi í vonum sínum um sæti í undanúrslitum. Það eru því 10 leikmenn sem keppa um þrjú laus pláss í úrslitum í dag. Undanúrslitin og úrslitin fara svo fram 18. apríl og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn
Á miðvikudag hófust 16-liða úrslit í eFótbolta og var Róbert Daði Sigurþórsson fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Frá þessu var greint á vef KSÍ. Róbert Daði vann Aron Þormar Lárusson, liðsfélaga sinn hjá Fylki þar sem Róbert tryggði sig áfram með marki í uppbótartíma. Síðar í dag kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Það var dramatík í gær þegar Róbert Daði Sigurþórsson tryggði sér fyrsta lausa sætið í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta!Fylgist með í kvöld á https://t.co/p3Qfo6Zrkv frá kl. 19:00 þegar kemur í ljós hvaða þrír fylgja honum í undanúrslitin!#eFótbolti pic.twitter.com/29T8yX4GBV— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2020 Fyrstur til að vinna fimm leiki fer í undanúrslit og næstu tveir sem ná sex sigrum vinna sér einngi inn sæti í undanúrslitum mótsins. Mótið heldur áfram í beinni útsendingu á Twitch-síðu KSÍ klukkan 18:30. Bjarki Már Sigurðsson mætir Aroni Þormari, en báðir leika með Fylki. Bjarki Már er ekki samningsbundinn Fylki þó hann leiki með þeim í mótinu. Jóhann Ólafur Jóhannsson, FH, mætir Ásgeiri Karlssyni, leikmanni Fylkis. Sex leikmenn hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og hefja þeir daginn á því að leika innbyrðis. Því er ljóst að þrír af þeim verða dottnir úr leik eftir fyrsta leik dagsins. Þeir sem mætast eru: Alexander Aron Hannesson, Keflavík gegn Agnari Þorlákssyni, KR. Tindur Örvar Örvarsson, Elliða, gegn Skúla Arnarsyni, Gróttu. Leifur Sævarsson, LFG, gegn Heiðari Ægissyni, LFG. Liðsmenn LFG hafa staðið sig vel á mótinu, en þurfa nú að mæta hvor öðrum í baráttu um að halda lífi í vonum sínum um sæti í undanúrslitum. Það eru því 10 leikmenn sem keppa um þrjú laus pláss í úrslitum í dag. Undanúrslitin og úrslitin fara svo fram 18. apríl og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn