„Var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:30 Brandur Olsen hafði spilað tvö sumur í Hafnarfirði. vísir/bára Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira