Guðni sendir utanríkisþjónustunni afmæliskveðju Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 18:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“ Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“
Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira