Fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar í Jemen Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:05 Hörmundarástand er í Jemen, skortur er á mat og öllum nauðsynjum og milljónir lifa við hungurmörk Vísir/Getty Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14
COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05
Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30