Langar raðir hafa myndast inn á allar endurvinnslustöðvar SORPU. Afgreiðsla gengur hægar en vanalega sökum fjöldatakmarakana sem miðast við 20 manns inni á stöðvunum hverju sinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SORPU.
Viðskiptavinir eru hvattir til að „gera eitthvað skemmtilegra en að taka til í geymslunni og bíða í röð.“