Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2020 06:36 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við hraunfossinn á fjórða degi eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Stöð 2/Skjáskot. Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. „Við erum með hér sennilega hæsta foss á Íslandi. En hann er ekki vatnsfoss heldur er hann hraunfoss. Alveg einstakt fyrirbæri hér á Íslandi að hafa svona háan foss,“ sagði eldfjallafræðingurinn víðförli, Haraldur Sigurðsson, í fréttaviðtali við Stöð 2 á fjórða degi gossins þar sem hraunfossinn steyptist niður í Hrunagil. Sjá einnig hér: Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Hæð hraunfossins var áætluð hátt í tvöhundruð metrar.Stöð 2/Skjáskot. „Hann getur verið hátt í tvöhundruð metra hár, þessi hraunfoss hérna. Þar sem hraunið streymir fram af brúninni og streymir niður í Þórsmörk.“ -Þetta er alveg bara magnað fyrirbæri. Hefur þú séð annað eins? „Nei, ég hef aldrei séð svona háan foss. Ég hef séð svona hraunfossa í Havaii, en þeir eru svona 10-20 metrar. En þessi er alveg stórkostlegur,“ sagði Haraldur. Hrraunfossarnir urðu jafnvel enn tilkomumeiri í myrkri.Stöð 2/Skjáskot. Hraunfossar mynduðust á tveimur stöðum. Fyrst þegar hraunið féll niður í Hrunagil en svo á sjötta degi tók það einnig að falla fram af hömrunum niður í Hvannárgil. Hraunið rann svo áfram niður gilin og ríkti um tíma spenna um hvort það myndi ná alla leið niður í Krossá. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrri þátturinn var sýndur síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 að kvöldi annars í páskum, kl. 18.40. Hér er myndskeið úr fyrri þættinum þar sem sjá má Harald lýsa hraunfossi á Fimmvörðuhálsi: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. 20. mars 2020 16:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. „Við erum með hér sennilega hæsta foss á Íslandi. En hann er ekki vatnsfoss heldur er hann hraunfoss. Alveg einstakt fyrirbæri hér á Íslandi að hafa svona háan foss,“ sagði eldfjallafræðingurinn víðförli, Haraldur Sigurðsson, í fréttaviðtali við Stöð 2 á fjórða degi gossins þar sem hraunfossinn steyptist niður í Hrunagil. Sjá einnig hér: Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Hæð hraunfossins var áætluð hátt í tvöhundruð metrar.Stöð 2/Skjáskot. „Hann getur verið hátt í tvöhundruð metra hár, þessi hraunfoss hérna. Þar sem hraunið streymir fram af brúninni og streymir niður í Þórsmörk.“ -Þetta er alveg bara magnað fyrirbæri. Hefur þú séð annað eins? „Nei, ég hef aldrei séð svona háan foss. Ég hef séð svona hraunfossa í Havaii, en þeir eru svona 10-20 metrar. En þessi er alveg stórkostlegur,“ sagði Haraldur. Hrraunfossarnir urðu jafnvel enn tilkomumeiri í myrkri.Stöð 2/Skjáskot. Hraunfossar mynduðust á tveimur stöðum. Fyrst þegar hraunið féll niður í Hrunagil en svo á sjötta degi tók það einnig að falla fram af hömrunum niður í Hvannárgil. Hraunið rann svo áfram niður gilin og ríkti um tíma spenna um hvort það myndi ná alla leið niður í Krossá. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrri þátturinn var sýndur síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 að kvöldi annars í páskum, kl. 18.40. Hér er myndskeið úr fyrri þættinum þar sem sjá má Harald lýsa hraunfossi á Fimmvörðuhálsi:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. 20. mars 2020 16:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. 20. mars 2020 16:00