Halda leitinni að Söndru Líf áfram í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 09:49 Um 170 manns tóku þátt í leit gærdagsins. Vísir/Bjarni Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020 Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020
Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira