Ensk úrvalsdeildarlið reyna nú að semja við leikmenn sína um launaskerðingar en West Ham og Southampton eru einu liðin sem hafa tilkynnt um samkomulag hafi náðst við leikmenn.
Forráðamenn Arsenal hafa átt í viðræðum við leikmannahóp sinn undanfarna daga, án árangurs enn sem komið er.
Exclusive: Arsenal tell players they can avoid wage cuts through Champions League qualification @SamWallaceTel @mcgrathmike https://t.co/T4tS5XJajo
— Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2020
Eftir því sem fram kemur í The Telegraph var leikmönnum boðið tilboð þess efnis að ef liðinu tækist að næla í Meistaradeildarsæti þegar enska úrvalsdeildin fer af stað aftur myndu laun þeirra ekki skerðast.
Samkvæmt sömu heimildum hugnuðust leikmönnum ekki þetta tilboð en Arsenal var í 9.sæti deildarinnar þegar allt var stöðvað.