,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2020 16:07 Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu. Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. Ekkert liggur ekki fyrir um hvort stjórnvöld muni leggja þessum fyrirtækjum lið umfram það sem þegar hefur verið kynnt og hrekkur hvergi til Ljóst er að allflest fyrirtæki í greininni verða án tekna fram í júní að minnsta kosti. Tekjur sem þá myndast verði veiran gengin yfir munu fyrsta kastið eingöngu verða af íslenskum viðskiptavinum. Brýnt er við þessar aðstæður að bankar og fjármálafyrirtæki sem kunna að eignast eða yfirtaka fyrirtæki í greininni reki þau ekki áfram í ójafnri samkeppni við aðra viðskiptavini sína líkt og gerðist í kjölfar bankahrunsins. Einnig er mjög brýnt að rekstraraðilum verði tryggður nægur aðgangur að fé bæði að láni og með beinum styrkjum til þess að hjálp þeim sem lifað gætu af. Ýmis merki eru uppi um að sá hluti gistiframboðs sem hefur lifað utan skatta og skyldna sé á undanhaldi. Það er vel og mun hjálpa þeim sem hafa rekið fyrirtæki sín í samræmi við lög og reglur þegar fram í sækir. Eins og meðal annars hefur komið fram í orðum sóttvarnalæknis og fleiri er alls óvíst hvenær erlendir ferðalangar leggjast aftur í ferðalög og einnig þurfum við Íslendingar að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að veiran verði borin aftur inn i landið. Það er víst að ferðalög til og frá landinu hefjast ekki að marki fyrr en mjög líður á árið og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Tímann sem nú gefst þegar fáir eru á ferli þurfa stjórnvöld að nota til uppbyggingar á ferðamannastöðum svo þeir verði betur búnir þegar ferðamönnum fjölgar á ný. Rauðmerkt svæði eru allmörg og þar þarf að taka til hendinni. Hér er um að ræða mannfrekar framkvæmdir eins og við lagningu nýrra göngustíga og lagfæringu gamalla. Auknar merkingar uppsetningu fleiri salerna og svo mætti lengi telja. Sérstaklega skal bent á nauðsynlega uppbyggingu á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Nú er kjörið tækifæri til að leggja Vatnajökulsþjóðgarði til nægjanlegt fé til að ljúka þar framkvæmdum hið fyrsta. Fyrirhugað markaðsátak þarf að vanda mjög vel og beina fyrst og fremst að svokölluðum betur borgandi ferðamönnum svo sem ráðstefnugestum. Það er næsta víst að eftir faraldurinn munu ráðstefnuhaldarar beina sjónum sínum að svæðum sem ekki eru þéttbýl og þar eigum við Íslendingar mikla möguleika. Víðs vegar um landið er hægt að halda minni hvataviðburði og fundi svo og stórar ráðstefnur hér í höfuðborginni. Ekki má gleyma menningarferðamennsku þar sem við höfum margt fram að færa. Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða úrvals Óperu að ógleymdum öllum nýju tónlistarmönnunum og konunum sem vinna ný lönd á hverjum degi nánast. Sagnaarfurinn og myndlistarsköpunin ný og eldri eru einnig segull fyrir forvitna ferðalanga. Mikil tækifæri fylgja einnig íslenskri matreiðslu úr úrvals íslenskum hráefnum. Nú þarf að bjóða stuttar ferðir til landsins hvort sem er til höfuðborgar eða landsbyggðar þar sem matargerð er í aðalhlutverki. Stórátak hefur verið unnið í menntun matreiðslu og framreiðslufólks og er viðvarandi. Árangur kokkalandsliðsins og einstakra matreiðslu og framreiðslumanna vekur verðskuldaða athygli víða. Við þurfum einnig að huga vel að afþreyingarferðamennsku utan háannar svo sem ferðamennsku tengda vetraríþróttum ýmis konar og ferðalög inn á hálendið. Nýlegir atburðir í ferðalögum í óbyggðum hvetja okkur til varfærni og varúðar í því efni. Möguleikar og tækifæri ferðaþjónustunnar eru óteljandi en fyrst þurfum við að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi núverandi ástand af. Ríkisstjórnin þarf að stíga fram af meiri myndugleika en hún hefur sýnt til þessa. Miðflokkurinn mun sem fyrr styðja góðar tillögur og leggja gott til málanna. Þorsteinn Sæmundsson,þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu. Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. Ekkert liggur ekki fyrir um hvort stjórnvöld muni leggja þessum fyrirtækjum lið umfram það sem þegar hefur verið kynnt og hrekkur hvergi til Ljóst er að allflest fyrirtæki í greininni verða án tekna fram í júní að minnsta kosti. Tekjur sem þá myndast verði veiran gengin yfir munu fyrsta kastið eingöngu verða af íslenskum viðskiptavinum. Brýnt er við þessar aðstæður að bankar og fjármálafyrirtæki sem kunna að eignast eða yfirtaka fyrirtæki í greininni reki þau ekki áfram í ójafnri samkeppni við aðra viðskiptavini sína líkt og gerðist í kjölfar bankahrunsins. Einnig er mjög brýnt að rekstraraðilum verði tryggður nægur aðgangur að fé bæði að láni og með beinum styrkjum til þess að hjálp þeim sem lifað gætu af. Ýmis merki eru uppi um að sá hluti gistiframboðs sem hefur lifað utan skatta og skyldna sé á undanhaldi. Það er vel og mun hjálpa þeim sem hafa rekið fyrirtæki sín í samræmi við lög og reglur þegar fram í sækir. Eins og meðal annars hefur komið fram í orðum sóttvarnalæknis og fleiri er alls óvíst hvenær erlendir ferðalangar leggjast aftur í ferðalög og einnig þurfum við Íslendingar að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að veiran verði borin aftur inn i landið. Það er víst að ferðalög til og frá landinu hefjast ekki að marki fyrr en mjög líður á árið og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Tímann sem nú gefst þegar fáir eru á ferli þurfa stjórnvöld að nota til uppbyggingar á ferðamannastöðum svo þeir verði betur búnir þegar ferðamönnum fjölgar á ný. Rauðmerkt svæði eru allmörg og þar þarf að taka til hendinni. Hér er um að ræða mannfrekar framkvæmdir eins og við lagningu nýrra göngustíga og lagfæringu gamalla. Auknar merkingar uppsetningu fleiri salerna og svo mætti lengi telja. Sérstaklega skal bent á nauðsynlega uppbyggingu á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Nú er kjörið tækifæri til að leggja Vatnajökulsþjóðgarði til nægjanlegt fé til að ljúka þar framkvæmdum hið fyrsta. Fyrirhugað markaðsátak þarf að vanda mjög vel og beina fyrst og fremst að svokölluðum betur borgandi ferðamönnum svo sem ráðstefnugestum. Það er næsta víst að eftir faraldurinn munu ráðstefnuhaldarar beina sjónum sínum að svæðum sem ekki eru þéttbýl og þar eigum við Íslendingar mikla möguleika. Víðs vegar um landið er hægt að halda minni hvataviðburði og fundi svo og stórar ráðstefnur hér í höfuðborginni. Ekki má gleyma menningarferðamennsku þar sem við höfum margt fram að færa. Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða úrvals Óperu að ógleymdum öllum nýju tónlistarmönnunum og konunum sem vinna ný lönd á hverjum degi nánast. Sagnaarfurinn og myndlistarsköpunin ný og eldri eru einnig segull fyrir forvitna ferðalanga. Mikil tækifæri fylgja einnig íslenskri matreiðslu úr úrvals íslenskum hráefnum. Nú þarf að bjóða stuttar ferðir til landsins hvort sem er til höfuðborgar eða landsbyggðar þar sem matargerð er í aðalhlutverki. Stórátak hefur verið unnið í menntun matreiðslu og framreiðslufólks og er viðvarandi. Árangur kokkalandsliðsins og einstakra matreiðslu og framreiðslumanna vekur verðskuldaða athygli víða. Við þurfum einnig að huga vel að afþreyingarferðamennsku utan háannar svo sem ferðamennsku tengda vetraríþróttum ýmis konar og ferðalög inn á hálendið. Nýlegir atburðir í ferðalögum í óbyggðum hvetja okkur til varfærni og varúðar í því efni. Möguleikar og tækifæri ferðaþjónustunnar eru óteljandi en fyrst þurfum við að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi núverandi ástand af. Ríkisstjórnin þarf að stíga fram af meiri myndugleika en hún hefur sýnt til þessa. Miðflokkurinn mun sem fyrr styðja góðar tillögur og leggja gott til málanna. Þorsteinn Sæmundsson,þingmaður Miðflokksins
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun