Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 22:55 Bætt hefur verið í flota sjúkrabíla til að missa ekki fullbúna sjúkrabíla vegna Covid-tengdra flutninga. Vísir Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið. Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið.
Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01