Færeysk ópera segir frá Koronu og Koronusi sem vilja smita sem flesta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 08:26 Kórónuveiran í myndbandinu vill smita sem flesta, en Færeyingar sjá við veirunni og þvo sér vel um hendur og spritta. Skjáskot/Corona.fo „Eg eri akkurát komin, og eg eri Korona. Ein virus, ja, eitt trøll, ið helst vil smitta øll.“ Þannig hefst söngur færeyskrar óperusöngkonu í hlutverki kórónuveirunnar í myndbandi sem framleitt var til þess að fræða færeyskan almenning um mikilvægi handþvottar og spritts í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndbandið er framleitt af stjórnvöldum Færeyjum og birtist á Facebook-síðu sem tileinkuð er upplýsingum um veiruna og útbreiðslu hennar í Færeyjum. Þegar þetta er skrifað hafa 184 greinst með veiruna í Færeyjum, en engin dauðsföll eru skráð þar vegna veirunnar. Í myndbandinu bregða kona og maður sér í hlutverk Koronu og Koronusar, sjálfrar kórónuveirunnar, og syngja um þrá sína til þess að smita sem flesta, og þá allra helst gamalt og veikt fólk. Þau leita þá sérstaklega að fólki sem ekki þvær hendur sínar, en eins og ítrekað hefur verið bent á er gott hreinlæti og handþvottur ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. „Vit leita eftir fólkum, sum ikki vaska hendur,“ syngja Korona og Koronus í myndbandinu. Til allrar óhamingju fyrir þau virðast Færeyingar, í það minnsta ef marka má myndbandið, duglegir að halda sig heima, hósta ekki út í loftið, þvo hendur vel og spritta, og „eru altíð hyggin, so ongin fær korona,“ eins og segir í laginu. Myndbandið, hvers skilaboð eiga ekki bara vel við í Færeyjum, má sjá hér að neðan. Korona og Koronus spyrja seg ikki fyri, áðrenn tey smitta. Tey trívast væl millum fólk og skitnar hendur, og um tit eru...Posted by Corona.fo on Thursday, 9 April 2020 Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Eg eri akkurát komin, og eg eri Korona. Ein virus, ja, eitt trøll, ið helst vil smitta øll.“ Þannig hefst söngur færeyskrar óperusöngkonu í hlutverki kórónuveirunnar í myndbandi sem framleitt var til þess að fræða færeyskan almenning um mikilvægi handþvottar og spritts í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndbandið er framleitt af stjórnvöldum Færeyjum og birtist á Facebook-síðu sem tileinkuð er upplýsingum um veiruna og útbreiðslu hennar í Færeyjum. Þegar þetta er skrifað hafa 184 greinst með veiruna í Færeyjum, en engin dauðsföll eru skráð þar vegna veirunnar. Í myndbandinu bregða kona og maður sér í hlutverk Koronu og Koronusar, sjálfrar kórónuveirunnar, og syngja um þrá sína til þess að smita sem flesta, og þá allra helst gamalt og veikt fólk. Þau leita þá sérstaklega að fólki sem ekki þvær hendur sínar, en eins og ítrekað hefur verið bent á er gott hreinlæti og handþvottur ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. „Vit leita eftir fólkum, sum ikki vaska hendur,“ syngja Korona og Koronus í myndbandinu. Til allrar óhamingju fyrir þau virðast Færeyingar, í það minnsta ef marka má myndbandið, duglegir að halda sig heima, hósta ekki út í loftið, þvo hendur vel og spritta, og „eru altíð hyggin, so ongin fær korona,“ eins og segir í laginu. Myndbandið, hvers skilaboð eiga ekki bara vel við í Færeyjum, má sjá hér að neðan. Korona og Koronus spyrja seg ikki fyri, áðrenn tey smitta. Tey trívast væl millum fólk og skitnar hendur, og um tit eru...Posted by Corona.fo on Thursday, 9 April 2020
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira