Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 12:50 Ólafur Ragnar telur að ræða Johnson verði sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. Vísir/Vilhelm/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira