Sport

Sara gefur persónulegan og þýðingarmikinn hlut í söfnunina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir gefur í söfnunina eins og margir þekkir einstaklingar úr CrossFit heiminum.
Sara Sigmundsdóttir gefur í söfnunina eins og margir þekkir einstaklingar úr CrossFit heiminum. Vísir/S2

Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir lætur ekki sitt eftir liggja í söfnun CrossFit heimsins „United In Movement“ og hefur gefið hlut í söfnunina.

„United In Movement“ er sameiginlegt átak allra í CrossFit heiminum en ætlunin er að safna pening fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en þar á meðal eru CrossFit stöðvar sem hafa þurft að loka sínum dyrum.

Sara ákvað að gefur persónulegan og þýðingarmikinn hlut í söfnunina en hann tengist eftirminnilegri þátttöku hennar á fyrstu heimsleikunum árið 2015.

„Þessi hlutur er mér mjög kær. Þetta er dýnan sem ég stóð á áður en ég byrjaði flestar greinar mínar á heimsleikunum 2015. Þetta voru mín fyrstu kynni að heimsleikunum og hef sjaldan lært eins mikið á minni ævi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína.

Dýnan er vel merkt Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur og hún verður boðinn upp til að safna pening fyrir „United In Movement“ heimssöfnunarinnar.

Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig heldur betur inn á heimsleikunum 2015 og var lengi vel í forystu. Hún gerði hins vegar mistök á lokakaflanum og varð að sætta sig við að detta niður í þriðja sætið.

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þá heimsmeistari en Tia-Clair Toomey varð í öðru sæti. Þær komust báðar upp fyrir Söru í síðustu grein mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×