Resident Evil 3: Skringilega stuttur en skemmtilegur Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 11:35 Það er nóg af uppvakningum í Raccoon City. Capcom Starfsmenn Capcom eru enn að endurgera gamla og vinsæla Resident Evil leiki og nú er komið að leik númer þrjú. Hann kom fyrst út árið 1999 og fjallar um Jill Vanentine og tilraunir hennar til að komast úr Raccoon City vegna T-vírusins sem hefur breytt íbúum borgarinnar í uppvakninga og önnur skrímsli. Jill þarf að taka höndum saman með honum Carlos og öðrum dúbíus gaurum til að sleppa úr borginni og á sama tima berjast við einstakt, samt ekki, skrímsli sem eltir hana á röndum og finna upplýsingar um uppruna faraldursins. RE3 er, eðli málsins samkvæmt, mjög svo svipaður RE2. Hann einkennist þó af meiri hasar og minni hryllingi. Leikirnir eru þó nákvæmlega eins varð ósamkvæmnina í því að endur-drepa uppvakninga. Það þarf að skjóta uppvakninga ítrekað í höfuðið til að ná þeim niður og þá þarf að fylgja skotunum eftir með einhverri ömurlegustu hnífaárás tölvuleikjasögunnar. Nei, ég er að ljúga. Hnífurinn var verri í RE2. Sjá einnig: Reynt að eyðileggja fínar brækur Jill og Carlos, sem er henni til aðstoðar, nota ýmis vopn í baráttunni gegn T-vírusnum eins og skammbyssur, árásarriffla, haglabyssur og sprengjuvörpur. Svo stuðar það mig óheyrilega mikið hvað allir eru hreyfihamlaðir í þessum leikjum. Skokkandi rólega á undan skrímslum og eru bara hægfara og asnaleg í alla staði. Annað, sem er mjög svipað á milli leikja, er að í RE3 er sérstakt skrímsli að elta Jill og reyna að drepa hana. Það skrímsli kallast Nemesis og hagar sér nánast nákvæmlega eins og Mr X (gonna give it to ya) í RE2 Nemesis er alltaf í vondu skapi.Capcom Eins og RE2 reyna ævintýri Jill verulega á taugarnar en samt ekki jafn mikið, enda er þetta svo til gott sem sama formúlan og maður myndar ákveðið ónæmi. Mér er samt búið að bregða óþægilega oft. Leikurinn lítur vel út, eins og RE2 gerði, og er vel hannaður. Þetta er nánast alveg eins og endurgerðin að RE2 í alla staði. Leikurinn hefur þó verið harðlega gagnrýndur frá því hann kom út, þar sem búið er að taka út þó nokkuð af efni sem var í upprunalega leiknum. Endurgerðin er tiltölulega stutt og ætti að taka flesta minna en átta klukkustundir. Sömuleiðis hefur leikurinn verið gagnrýndur fyrir skort á endurspilunargildi, þar sem nánast engin ástæða er til að spila hann aftur. Hann hefur þó selst einstaklega vel. Samantekt-ish Resident Evil 3 furðulega stuttur en skemmtilegur. Hann er alls ekki frábrugðinn RE2. Ef þér fannst hann skemmtilegur er ekki fjarri lagi að þér muni sömuleiðis þykja þessi leikur skemmtilegur, þó hann sé meiri hasar en hryllingur og sé mun styttri en RE2. Ég er líka ekki frá því að Jill sé mun skemmtilegri persóna en bæði Leon og Claire. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Starfsmenn Capcom eru enn að endurgera gamla og vinsæla Resident Evil leiki og nú er komið að leik númer þrjú. Hann kom fyrst út árið 1999 og fjallar um Jill Vanentine og tilraunir hennar til að komast úr Raccoon City vegna T-vírusins sem hefur breytt íbúum borgarinnar í uppvakninga og önnur skrímsli. Jill þarf að taka höndum saman með honum Carlos og öðrum dúbíus gaurum til að sleppa úr borginni og á sama tima berjast við einstakt, samt ekki, skrímsli sem eltir hana á röndum og finna upplýsingar um uppruna faraldursins. RE3 er, eðli málsins samkvæmt, mjög svo svipaður RE2. Hann einkennist þó af meiri hasar og minni hryllingi. Leikirnir eru þó nákvæmlega eins varð ósamkvæmnina í því að endur-drepa uppvakninga. Það þarf að skjóta uppvakninga ítrekað í höfuðið til að ná þeim niður og þá þarf að fylgja skotunum eftir með einhverri ömurlegustu hnífaárás tölvuleikjasögunnar. Nei, ég er að ljúga. Hnífurinn var verri í RE2. Sjá einnig: Reynt að eyðileggja fínar brækur Jill og Carlos, sem er henni til aðstoðar, nota ýmis vopn í baráttunni gegn T-vírusnum eins og skammbyssur, árásarriffla, haglabyssur og sprengjuvörpur. Svo stuðar það mig óheyrilega mikið hvað allir eru hreyfihamlaðir í þessum leikjum. Skokkandi rólega á undan skrímslum og eru bara hægfara og asnaleg í alla staði. Annað, sem er mjög svipað á milli leikja, er að í RE3 er sérstakt skrímsli að elta Jill og reyna að drepa hana. Það skrímsli kallast Nemesis og hagar sér nánast nákvæmlega eins og Mr X (gonna give it to ya) í RE2 Nemesis er alltaf í vondu skapi.Capcom Eins og RE2 reyna ævintýri Jill verulega á taugarnar en samt ekki jafn mikið, enda er þetta svo til gott sem sama formúlan og maður myndar ákveðið ónæmi. Mér er samt búið að bregða óþægilega oft. Leikurinn lítur vel út, eins og RE2 gerði, og er vel hannaður. Þetta er nánast alveg eins og endurgerðin að RE2 í alla staði. Leikurinn hefur þó verið harðlega gagnrýndur frá því hann kom út, þar sem búið er að taka út þó nokkuð af efni sem var í upprunalega leiknum. Endurgerðin er tiltölulega stutt og ætti að taka flesta minna en átta klukkustundir. Sömuleiðis hefur leikurinn verið gagnrýndur fyrir skort á endurspilunargildi, þar sem nánast engin ástæða er til að spila hann aftur. Hann hefur þó selst einstaklega vel. Samantekt-ish Resident Evil 3 furðulega stuttur en skemmtilegur. Hann er alls ekki frábrugðinn RE2. Ef þér fannst hann skemmtilegur er ekki fjarri lagi að þér muni sömuleiðis þykja þessi leikur skemmtilegur, þó hann sé meiri hasar en hryllingur og sé mun styttri en RE2. Ég er líka ekki frá því að Jill sé mun skemmtilegri persóna en bæði Leon og Claire.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira