Tók strætó með Zlatan í miðju útihlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Ætli Zlatan Ibrahimovic hlýtur líka að muna eftir strákapörum hans og Guðmundar Viðar Mete undir lok síðustu aldar þegar þeir voru báðir hjá Malmö FF. EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira