Topp 5 í kvöld: Atli Viðar, Halldór Orri og Ingimundur Níels segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2020 13:00 Atli Viðar Björnsson segir frá eftirlætis mörkunum sínum í Topp 5 í kvöld. vísir/bára Annar þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Atli Viðar Björnsson, Halldór Orri Björnsson og Ingimundur Níels Óskarsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Halldór Orra ræða um mark sem hann skoraði fyrir Stjörnuna gegn Fylki sumarið 2010 og fræg fagnaðarlæti eftir markið. Klippa: Topp 5 - Halldór Orri Atli Viðar Björnsson (fæddur 1980) er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi og sá áttundi leikjahæsti. Atli hóf ferilinn með Dalvík en gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2001. Hann lék með FH allt þar til hann lagði skóna á hilluna 2018 ef frá er talið tímabilið 2007 þegar hann var í láni hjá Fjölni. Atli varð átta sinnum Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari. Hann skoraði 113 mörk í 264 leikjum í efstu deild. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir eitt og sama félagið í efstu deild. Atli fékk gullskóinn 2013, silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli lék fjóra A-landsleiki. Halldór Orri Björnsson (fæddur 1987) er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 56 mörk. Hann lék með Stjörnunni til 2013 þegar hann gekk í raðir Falkenberg í Svíþjóð. Hann lék einnig nokkra leiki sem lánsmaður með Pfullendorf í Þýskalandi 2010. Halldór Orri gekk aftur í raðir Stjörnunnar 2015 og lék með liðinu í tvö ár. Hann fór svo til FH 2017 og lék með Fimleikafélaginu í þrjú ár, áður en hann sneri aftur til Stjörnunnar í vetur. Halldór Orri hefur skorað 59 mörk í 188 leikjum í efstu deild. Hann lék tvo A-landsleiki á árunum 2012-14. Ingimundur Níels Óskarsson (fæddur 1986) hóf ferilinn í Fjölni en gekk í raðir KR 2007. Hann fór til Fylkis á miðju tímabili 2008 og átti þar sín bestu ár á ferlinum. Ingimundur lék með FH á árunum 2013-14 en fór svo aftur í Fylki. Á miðju tímabili 2016 fór hann aftur til Fjölnis þar sem hann lék til 2018. Ingimundur skoraði 50 mörk í 191 leik í efstu deild. Hann fékk bronsskóinn 2012. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Annar þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Atli Viðar Björnsson, Halldór Orri Björnsson og Ingimundur Níels Óskarsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Halldór Orra ræða um mark sem hann skoraði fyrir Stjörnuna gegn Fylki sumarið 2010 og fræg fagnaðarlæti eftir markið. Klippa: Topp 5 - Halldór Orri Atli Viðar Björnsson (fæddur 1980) er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi og sá áttundi leikjahæsti. Atli hóf ferilinn með Dalvík en gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2001. Hann lék með FH allt þar til hann lagði skóna á hilluna 2018 ef frá er talið tímabilið 2007 þegar hann var í láni hjá Fjölni. Atli varð átta sinnum Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari. Hann skoraði 113 mörk í 264 leikjum í efstu deild. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir eitt og sama félagið í efstu deild. Atli fékk gullskóinn 2013, silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli lék fjóra A-landsleiki. Halldór Orri Björnsson (fæddur 1987) er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 56 mörk. Hann lék með Stjörnunni til 2013 þegar hann gekk í raðir Falkenberg í Svíþjóð. Hann lék einnig nokkra leiki sem lánsmaður með Pfullendorf í Þýskalandi 2010. Halldór Orri gekk aftur í raðir Stjörnunnar 2015 og lék með liðinu í tvö ár. Hann fór svo til FH 2017 og lék með Fimleikafélaginu í þrjú ár, áður en hann sneri aftur til Stjörnunnar í vetur. Halldór Orri hefur skorað 59 mörk í 188 leikjum í efstu deild. Hann lék tvo A-landsleiki á árunum 2012-14. Ingimundur Níels Óskarsson (fæddur 1986) hóf ferilinn í Fjölni en gekk í raðir KR 2007. Hann fór til Fylkis á miðju tímabili 2008 og átti þar sín bestu ár á ferlinum. Ingimundur lék með FH á árunum 2013-14 en fór svo aftur í Fylki. Á miðju tímabili 2016 fór hann aftur til Fjölnis þar sem hann lék til 2018. Ingimundur skoraði 50 mörk í 191 leik í efstu deild. Hann fékk bronsskóinn 2012.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira