Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2020 12:35 Frá undirrituninni við Skrafabakka í dag. Vísir/Egill Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. Það voru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna, Samskips og Eimskips sem undirrituðu viljayfirlýsinguna en búnaðinum er ætlað að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Fyrsti áfanginn Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. „Áætlað er að rafvæðingin í þessum áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítrum af olíu og draga þannig úr losun koldíoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af núverandi losun á starfssvæði Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum og í samræmi við Loftslagsstefnur Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári.Vísir/Vilhelm Landtenging skipa við rafmagn er mikilvægur þáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði við hafnir. Á síðustu árum hafa möguleikar á því að tengja stærri skip landrafmagni verið kannaðir ítarlega og nú er fyrsta skrefið stigið með undirritun viljayfirlýsingar um tengingu skipa í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum boðið landtengingar fyrir báta og minni skip. Þetta verkefni markar þau tímamót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landrafmagn í höfnum. Á næstu árum áforma Faxaflóahafnir að hefja landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, en bygging dreifistöðvar Veitna við Sægarða er forsenda þess verkefnis,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Samgöngur Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. Það voru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna, Samskips og Eimskips sem undirrituðu viljayfirlýsinguna en búnaðinum er ætlað að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Fyrsti áfanginn Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. „Áætlað er að rafvæðingin í þessum áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítrum af olíu og draga þannig úr losun koldíoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af núverandi losun á starfssvæði Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum og í samræmi við Loftslagsstefnur Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári.Vísir/Vilhelm Landtenging skipa við rafmagn er mikilvægur þáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði við hafnir. Á síðustu árum hafa möguleikar á því að tengja stærri skip landrafmagni verið kannaðir ítarlega og nú er fyrsta skrefið stigið með undirritun viljayfirlýsingar um tengingu skipa í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum boðið landtengingar fyrir báta og minni skip. Þetta verkefni markar þau tímamót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landrafmagn í höfnum. Á næstu árum áforma Faxaflóahafnir að hefja landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, en bygging dreifistöðvar Veitna við Sægarða er forsenda þess verkefnis,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Samgöngur Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira