KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00
KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00