Fyrsta skrefið er að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2020 09:30 Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Auglýsingamarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun