Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 16:04 Hreiðar Már Sigurðsson hefur þurft að svara fyrir ýmislegt í dómssölum undanfarinn áratug. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hrunið Dómsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira